föstudagur, ágúst 11, 2006

Flottur krakki:)


Sara var í heimsókn einn morguninn og það kom RUSLABÍLL, allir út á tröppur!

Ég að leika í dúkkurúminu sem langalangafi minn smíðaði fyrir um það bil 50 árum síðan, í þessu ákveðna tilfelli var það skip en það getur verið ALLT. Mamma og Kristín frænka léku sér líka í því þegar þær voru litlar.

þetta breytist ekkert, ennþá með amk fjögur snuð, hausinn til fóta og lappirnar undir koddanum

Ótrúlega lasin að kúra í stólnum

Ég og Arnar Ebenezer að leika í herberginu mínu

alltaf jafn snyrtileg

pabbi kampakátur að snara fugl

Ég fattaði að ég gæti alveg klifrað upp úr rúminu og komið fram þó svo að það væri búið að segja góða nótt við mig, mer fannst þetta alveg ÓTRÚLEGA fyndið!

Ég á hestbaki, á þessum líka fína hesti

Aðeins að hjálpa pabba að gera við orfið

Við fórum í fína strandferð inn í ós

búin að pissa í buxurnar og pabbi að gera grín að mér

Amma að greiða mér á Horni, mamma er alltof löt við að greiða mér, ég er yfirleitt eins og Grýla dóttir hennar Argintætu, nema þegar amma kemst í málið.

Þarna er ég að skoða lítinn þrastarunga sem Gaui var að sýna mér, mér fannst hann mjög merkilegur en vildi ekki koma of mikið við hann.

Aðeins að fá mér tannþráð

Ég og Sunna Maríanna í tjaldútilegu
